þriðjudagur, 29. júlí 2008

*Mamma er brosið þitt ókeypis?*





Ég elska að skrappa littlar skondnar og skemmtilegar sögur. Þið ættuð að geta lesið söguna sem stendur í hringjunum, en hún er um þegar ég var um daginn í IKEA með krakkana og Brynjar var með stæla, hann var búin að taka málband og blýant (ókeypis) og spurði hvort hitt og þetta væri ókeypis, ég var orðin pirruð á honum en hann var samt eitthvað svo fyndin þannig að ég hló að honum, þá spurði hann "mamma er brosið þitt ókeypis" fannst það svo sætt hjá honum.


pp er prima, og orange pp er bazzil, chipbordið er... hmmm man ekki úr hvaða pakka ég tók það, þetta eru límmiðar sem ég keypti held ég í Skröppunni og svo handskrifaði ég

mánudagur, 28. júlí 2008

*Töff stelpa á hjóli"






Ég bara elska Pirat Princess línuna frá Rusty Pickle :-)
Langt síðan ég skrappaði myndir "afþvíbara" reyni alltaf að hafa einhverja skemmtilega sögu af krökkunum með á síðunum.... Þetta eru myndir af Katrínu á einu af hjólum pabba síns. Myndirnar eru svo sem lýsandi fyrir áhugamál pabbans á heimilinu hahahaha
Blómin eru flest úr Prima fötuni sem Maggi gaf mér í jólagjöf, ég málaði þrjú svört og komu þau bara flott út. Rikk rakk borðin lá hérna á borðinu þegar skrappbuddýarnir mínir fóru heim eitt kvöldið og ég tímdi bara ekki að henda honum... klipti hann bara í tvent og setti með blómunum... foam stjörnunar *klóríhaus* man ekki framleiðandan... American craft kanski
luv Gauja