föstudagur, 1. júní 2012

Pinterest áskorun :-)

Ég hef verið veik fyrir krönsum á vegg/hurð en hef ekki mikið verið að gera slíka.
Sá þennann http://lisastorms.typepad.com/lisa-storms/2011/01/book-page-wreath.html

á pinterest um daginn og svo þegar ég var að taka til í gömlu námsbókunum mínum og ætlaði að fara að setja eina í Góða hirðinn sem var sssvvvooo leiðinleg ákvað ég að nýta hana og mundi þá eftir þessum krans og ákvað að skella mér í verkið. Fyrst pönsaði ég alla kannta og svo bara upp með límbyssuna og útkoman varð þessi







Hann er ekki  kominn á sinn rétta stað.... hann er að bíða eftir því að verði málað þar sem hann á að vera.... en ég er ferlega sátt :-)

*knús*
Gauja

2 ummæli:

Dossa G sagði...

úúúúúúú - þessi er geggjaður! :)
Til lukku með hann og takk fyrir að vera með !

*knúsar

Kristín S. Bjarnadóttir sagði...

Æðislegur! Ég get rétt ímyndað mér að það hafi verið ægilegt verk að gera hann...

Kveðja :)