fimmtudagur, 31. janúar 2008

*Nauthólsvík*



Nauthólsvík, loksins fór ég í þessar myndir. Eru síðan 2006!! oooohhh man ekki hvaðan hauskúpu pp er *klór í haus* cb-ið málaði ég svart og setti glimmeráferð á það. rik rak borðin er felt borði sem ég keypti á skít og kanel í usa... hvíti pp er bazzil.

Var pínu hrædd um að þetta yrði of svort og "vond" síða.... en ég er bara nokkuð ánægð með útkomuna.

love Gauja

sunnudagur, 27. janúar 2008

*þú ert stjarna*






Keypti þetta geggjaða mini album frá Maya Road hjá http://www.skrappa.is/ , æðisleg búð.
pp sem ég notaði er Crate Paer, zoom collection GOING. Ýmislegt skraut var notað. Þetta albúm er með myndum af Brynjari frá ýmsum tímabilum í lífi hans, notaði "afgangs" myndir. Hliðstætt albúm fyrir Katrínu er á skrappborðinu og er ca. hálfnað.
Mæli með að þið prufuð að gera svona... áskorun að hafa það svona gegnsætt :-)
ég gat ekki sett allar myndirnar af albúminu inn hérna þannig að þið getið séð það í heild sinni á spaceinu mínu á SB http://www.scrapbook.com/myplace/index.php?mod=galleries&u=103260

love Gauja

Hausinn!

Er þetta ekki flottur haus? Ólafía vinkona á heiðurinn af honum, finnst hann æði. Ólafía takk æðislega {{{KNÚS}}}

var að skrappa rosalega mikið í gær, kemst vonandi til að setja það inn í kvöld eða á morgun :-)

love Gauja

fimmtudagur, 24. janúar 2008

Sveitin




Þetta skemmtilega box gerði ég handa mömmu þegar hún átti afmæli. Ég er mjög ánægð með það :-)
ég notaði grænan og brúnan bazzil, BG pp (Mellow línuna), mjög skemmtileg lína sem kom á óvart, fékk hana í jólagjöf frá Magga og K & B. borðin og medal skrautið er eitthvað eld gamalt.
Uppskriftina af boxinu fékk ég á þessari síðu http://glitteradventure.blogspot.com mjög skemmtileg síða.
Ég nennti ekki að skreyta boxið neitt að innan, veitti ekkert af plássinu fyrir myndirnar.
Mamma er hrifin af súkkulaðirúsínum þannig að lítill poki af þeim fékk að fljóta með :-)
kveðja Gauja

Gullkorn






Hello. Þá er ég búin að færa mig hingað af SG, þótt ég hafi nú ekki sagt alveg skilið við þá góðu síðu :-) Hérna ættla ég að setja inn stuffið sem ég geri. Þetta sem þið sjáið hér er hluti af afmælisgjöf. Skvísan er 1 árs sem fær þetta. Afmælið hennar var um seinustu helgi en við því miður komumst ekki, en fínt að vera búin með þetta, það pressar á okkur að drífa okkur til þeirra ;-)

Þetta er gullkornabók sem búin er til úr bréfpokaum, mér finnst þessi pokaalbúm alltaf svo mögnuð og fæ aldrei leið á þeim. Bókin er hugsuð þannig að hægt sé að skrifa einhverjar skondnar setningar sem barnið segir, inní vasana setti ég svo spjöld sem stendur á "minningar" og hugsa ég það frekar fyrir skemmtilega atburði.

Mér finnst þetta svo sniðug hugmynd að ég er að hugsa um að gera svona fyrir K & B, því ennþá munum við skondnar setningar sem þau hafa sagt en það verður ekki í mörg ár og því gott að punkta þær hjá sér.

kveðja Gauja
:-)